Stjórn

FORMAÐUR

Þór Sæþórsson | Meðlimur frá 2017

Þór er klárlega einn mesti sælkerinn í hópnum.  Ef við fáum ekki regluleg snöpp af honum með eitthvað gómsætt í farteskinu þá fyrst förum við að hafa áhyggjur.  Hann getur nú leyft sér ýmislegt þar sem hann er duglegur að hjóla í vinnuna og brennir þessu öllu jafn óðum.  Þór fylgist ekki með fótbolta, en var mjög efnilegur í fimleikum á sínum yngri árum ásamt því að vera keppnismaður í KFC áti.


VARAFORMAÐUR

Þórður Birgisson | Meðlimur frá 2022

Þórður hefur verið all-in frá fyrsta fundi og mætti strax á sinn fyrsta fulltrúaráðsfund á Siglufirði í október 2022. Á sínum öðrum fulltrúaráðsfundi á Egilsstöðu í febrúar 2023 var strax ljóst að hann væri kandídat í varaformanninn og fór svo að hann bauð sig fram í það embætti strax á næsta aðalfundi klúbbsins. Hann er skipulagður og skynsamur fyrir allan peninginn. Hann er lærður bifreiðavirki og fyrrum rallíkall en vinnur við tölvur í dag.  Ef það er eitthvað sem þú þarft álit við þá er Þórður maðurinn.

RITARI

Auðunn Ingi Ragnarsson | Meðlimur frá "2018"

Auðunn er sjálfstætt starfandi smiður og harðduglegur drengur.  Hann kom fyrst til okkar 2018, þurfti að taka sér árs pásu, og er kominn aftur af fullum krafti.

Hann er á sínu öðru ári í röð sem ritari klúbbsins og hefur verið duglegur að sinna því þrátt fyrir að vera sjálfur í námi og í fullri vinnu. Hann er alltaf tilbúinn að bjóða fram heimili sitt fyrir klúbbinn enda einstaklega góður gestgjafi.


GJALDKERI

Einar Gústaf Sverrisson | Meðlimur frá 2022

Einar er á yfirborðinu rólegur drengur en er lúmskur þegar þið kynnist honum. Hann er í sínu fyrsta embætti sem gjaldkeri klúbbsins til næstu tveggja ára. Hann er kannski ekki mikið með frammíköll á fundum en hefur oftast eitthvað gott til málanna að leggja. Eldri bróðir Einars er í Rt-2 og hafa erlendir teiblarar ruglast á þeim bræðrum með skemmtilegum hætti.