Siðareglur

siðameistari

Hinrik Carl Ellertsson | Meðlimur frá 2019


Hlutverk siðameistara er að sjá til þess að siðum og reglum klúbbsins sé framfylgt á fundum.


Starfsár RT1 er frá byrjun september til loka apríls. Fundir RT1 eru að öllu jöfnu haldnir á þriðjudögum frá 19:00 til 22:00 með örfáum undantekningum.  Á starfsárinu eru að jafnaði tveir fundir á mánuði.  Fyrsti fundur hvers árs er Kickoff og skal hann haldinn á föstudegi sem næst 5. september en það er stofndagur RT1. Fundardagskrá RT1 er gefin út í lok hvers starfsárs og kynnt af nýrri stjórn á aðalfundi B.  Þar kemur fram tímasetning hvers fundar ásamt þema fundar og hverjir bera ábyrgð á fundinum.  Félagar geta því skipulagt fundarsókn með góðum fyrirvara.  Ætlast er til að félagar séu með sem næst 100% mætingu yfir árið, ef þeir missa af fundi hjá RT1 geta þeir bætt mætingu sína með því að mæta á reglulega fundi hjá öðrum klúbbum hérlendis eða erlendis eða með því að sækja fulltrúarráðsfundi eða aðra alþjóðlega fundi.

Fundir

 

Hlutverk