teiblarar.jpg

Hvað er Round Table?

 

  • Félagsskapur ungra manna á aldrinum 20 - 45 ára.

  • Félagar eru úr hinum ýmsu starfsséttum þjóðfélagsins. 

  • Í hverjum klúbbi eru að hámarki 30 félagar, þ.e. fámennir klúbbar þar sem hverjum og einum er ætlað að taka virkan þátt í mótun félagsstarfsins.

  • Hver klúbbur starfar mjög sjálfstætt og er fundarform frjálslegt.

  • Félagar eru tengdir RTÍ með klúbbi sínum en allir klúbbarnir eiga aðild að fulltrúarráði, sem kýs Landsstjórn.

  • RTÍ er aðili að Round Table International sem eru alþjóðleg samtök Round Table klúbba í Evrópu, Bandaríkjum N-Ameríku, Afríku og Asíu.

  • RT er og verður karlaklúbbur, en í starfi okkar höfum við jafnan lagt ríka áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar. 

Fyrsti Round Table klúbburinn var stofnaður þann 14. mars 1927 í Norwich, Englandi af Louis Marchesi.  Í dag eru um 3.000 klúbbar um allan heim og telja félagar yfir 50.000.

Round Table 1 var stofnaður í Reykjavík 5. september 1970 af RT-35 Ósló í samstarfi við ljósmyndarann Mats Wibe Lund sem hafði haft kynni af Round Table starfinu áður en hann fluttist búferlum til Íslands. Fyrsti formaður klúbbsins var Óli Tynes. Í dag eru 16 RT klúbbar starfandi á landinu.

Starfsár klúbbsins er frá byrjun september til maí ár hvert. Fundir eru haldnir að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði; annan hvern þriðjudag.  Dagskrá klúbbsins, siðareglur og félagatal má finna hér á vefsíðu okkar ásamt tenglum á heimasíðu RT Ísland og aðra RT klúbba

Fundir klúbbsins eru samblanda af fræðslu og skemmtun sem hæfir vel ungum mönnum en aldurstakmark félagsins er 45 ár. 

Fjöldi félaga hafa að jafnaði verið 15-25 manns og taka allir virkan þátt í starfssemi klúbbsins og vinna í samræmi við einkunnarorð hans sem eru :

Tileinka  - Aðlaga - Bæta

Tilgangur Round Table

  • Að sameina unga menn úr mismunandi starfsgreinum til að öðlast betri skilning á þjóðfélaginu og stöðu einstaklingsins innan þess.

  • Að lifa eftir einkunnarorðunum í vináttu og samvinnu.

  • Að auka alþjóða skilning og vináttu með aðild að Round table International.